26.02.2011 15:15

Reistarnúpur


       Nú þegar stýrishúsið á 586. Stormi SH 333, veðrast kemur í ljós nafnið Reistarnúpur og heimahöfn Húsavík. Að visu var Reistarnúpur ÞH 273, aldrei með heimahöfn á Húsavík, heldur Raufarhöfn, aftur á móti var báturinn með heimahöfn á Húsavík undir nöfnunum Björg Jónsdóttir ÞH 321 og Aron ÞH 105 og kannsk má segja að hann sé með heimahöfn í dag á Húsavík, ef áformin ganga eftir um að gera hann að hvalaskoðunarbát þaðan © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011