26.02.2011 14:13

Líf og fjör í Vestmannaeyjahöfn í gær

eyjafrettir.is í gær:

Líf og fjör við höfnina

- fimm fraktskip, uppsjávarskipin koma með fullfermi og togararnir landa

Líf og fjör við höfnina
Líf og fjör við höfninaLíf og fjör við höfninaLíf og fjör við höfninaLíf og fjör við höfnina
Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör neðan við Strandveginn í dag.  Vestmannaeyjahöfn hreinlega iðaði af lífi enda voru hvorki fleiri né færri en fimm fraktskip í höfninni í dag.  Arnarfell, gámaskip Samskips var í sinni vikulegri viðkomu í Eyjum en auk þess voru tvö flutningaskip við fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar, eitt við frystigeymslu sama fyrirtækis og eitt olíuflutningaskip lá við Nausthamarsbryggju.

Færeyska flutningaskipið Axel var við frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar en maltnesku mjölskipin
Wilson Goole og systurskip hennar, Wilson Leer voru við Vinnslustöðina.  Við Nausthamarsbryggju var svo maltneska olíuflutningaskipið Besiktas Halland.
 
Fyrir utan þessi stóru skip, voru uppsjávarskipin að landa í Vestmannaeyjum.  Sighvatur Bjarnason VE var við löndun hjá Vinnslustöðinni og Ísleifur VE kom drekkhlaðinn til lands síðdegis.  Þá var Þorsteinn ÞH undir hjá Ísfélagsinu.  Þá fylgir vikulokum að togarar Eyjaflotans koma inn til löndunar og meðan blaðamaður var að mynda við höfnina, læddi Vestmannaey VE sér inn til löndunar.  Semsagt, líf og fjör við höfnina.