25.02.2011 22:49
Varðskip og Kútter Sigurfari
Í framhaldi af birtingu á mynd af Kútter Sigurfara í dag sendi Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað mér þessar tvær myndir af bátnum, en varðskip kom með bátinn til Neskaupstaðar á leið sinni til Akranes. Ekki var vitað af hverju skipin komu fyrst til Neskaupstaðar ( nú er það komið í ljós, eins og sést fyrir neðan myndirnar ) en þessar myndir tók Bjarni þegar varðskipið var að fara frá Neskaupstað til Akraness og er önnur myndin tekin í gegnum kíkir.

Varðskip og Kútter Sigurfari á Norðfirði 1976

Kútter Sigurfari © myndir Bjarni G., 1976
Gísli Garðarsson, skipstjóri og útgerðarmaður Fylkis KE ex NK hafði samband við mig vegna þess hvers vegna Sigurfarinn var á Neskaupstað. Sagði hann að 252. Eskfirðingur SU 9 hefði komið með kútterinn til Neskaupstaðar frá Færeyjum. Þar hefði hann beðið í þó nokkra daga og síðan hefði varðskip sótt hann þangað og dregið til Akraness.
- Þakka ég Gísla kærlega fyrir þessar upplýsingar -

Varðskip og Kútter Sigurfari á Norðfirði 1976

Kútter Sigurfari © myndir Bjarni G., 1976
Gísli Garðarsson, skipstjóri og útgerðarmaður Fylkis KE ex NK hafði samband við mig vegna þess hvers vegna Sigurfarinn var á Neskaupstað. Sagði hann að 252. Eskfirðingur SU 9 hefði komið með kútterinn til Neskaupstaðar frá Færeyjum. Þar hefði hann beðið í þó nokkra daga og síðan hefði varðskip sótt hann þangað og dregið til Akraness.
- Þakka ég Gísla kærlega fyrir þessar upplýsingar -
Skrifað af Emil Páli
