25.02.2011 18:00
Flutningaskip kom með 9, 100 tonna skip til landsins
Þann 10. júlí 2001 kom til Hafnarfjarðar, þýska vöruflutningaskipið Wiebbe, eftir 80 daga siglingu frá Kína með nokkuð óvanalegan farm, eða 9 stykki af tæplega 100 tonna stálbátum, sem smíðaðir höfðu verið þar ytri.
Þessi níu raðsmíðaskip var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Dalian Shipyard, í Norður Kína, þann 26. júní árið 2000.
Hér sjáum við tvær myndir frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni af skipinu er það kom til Hafnarfjarðar með bátanna innanborð.


2469. Ólafur GK 33, var einn af þessum níu, en hann er sá grái sem hér sést. Hann og annar til Eyvindur KE 37, voru þó aldrei gerðir út hérlendis heldur seldir ónotaðir úr landi, Ólafur til Grænlands en Eyvindur til Noregs © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
Þessi níu raðsmíðaskip var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Dalian Shipyard, í Norður Kína, þann 26. júní árið 2000.
Hér sjáum við tvær myndir frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni af skipinu er það kom til Hafnarfjarðar með bátanna innanborð.


2469. Ólafur GK 33, var einn af þessum níu, en hann er sá grái sem hér sést. Hann og annar til Eyvindur KE 37, voru þó aldrei gerðir út hérlendis heldur seldir ónotaðir úr landi, Ólafur til Grænlands en Eyvindur til Noregs © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
Skrifað af Emil Páli
