24.02.2011 07:18

Manni GK 38


                          2175. Manni GK 38 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson.
Bátur af gerðinni Gáski 900d frá Mótun hf., Hafnarfirði 1992. Siglt á land við Straumsnes 11. ág. 2005 eftir að leki kom að bátnum. Bjargað af strandstað og dreginn til Bolungarvíkur af björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni. Gerður upp hjá Sólplasti ehf.i í Innri-Njarðvík og rafmagnið hjá RÓ í Keflavík og lauk endurbótum í mars 2006.

Nöfn: Rán SF 56, Heiða Ósk NS 146, Óli á Stað GK 4, Manni á Stað GK 38, Fengsæll GK 38, Manni GK 38 og núverandi nafn: Eyjólfur Ólafsson GK 38