23.02.2011 16:40
Keilir GK 145

1420. Keilir GK 145 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
Þetta er einn af fallegustu bátunum sem maður sér, en nú í tvö ár hef ég séð hann nánast dagslega nema helst yfir sumarið. Ástæðan er sú að haustið 2009, veturinn og aftur haustið 2010 og síðan í vetur, 2011 hefur hann verið gerður út frá Njarðvík, þó hann sé í eigu fyrirtækis á Siglufirði.
Báturinn var upphaflega með smíðanúmer 14 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi, árið 1975 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar úr Keflavík.
Nöfn: Kristbjörg ÞH 44, Kristey ÞH 25, Atlanúpur ÞH 270, Keilir GK 145 og núverandi nafn: Keilir SI 145.
Skrifað af Emil Páli
