23.02.2011 07:58
Goðafoss kominn á flot
visir.is:
Þriðji dráttarbáturinn er hafður til taks í öryggisskyni og mikill öryggisbúnaður er á vettvangi til að bregðast við olíuleka.
Nú verður kafað undir skipið og gerðar ráðstafanir til að hefta leka. Að því búnu verður haldið áfarm að afferma það og dæla úr því brennsluolíunni, sem er svartolía.
Ekki er ákveðið hvar gert verður við skipið, en systurskip þess, Dettifoss kemur í kvöld til Fredrikstad og lestar þar hluta af farmi Goðafoss.
Skrifað af Emil Páli
