22.02.2011 20:00
Vatneyrin BA 212


78. Vatneyrin BA 212, en skráður BA 238 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
Þessi bátur komst á spjöld sögunnar í janúar 1999, er hann var gerður út kvótalaus til þess eins að fá á sig dóm.
Upphaflega var þetta fiskiskip, síðan hafrannsóknarskip og aftur fiskiskip, smíðað í Stralsund, Austur-Þýskalandi 1959 og einn af hinum 12 svonefndu TAPPATOGURUM. Yfirbyggður 1979 og endurbyggður hjá Marsellíusi á Ísafirði 1986.
Seldur úr landi til Smedegaarden í Esbjerg í Danmörku til niðurrifs í júní 2008 og aftur í lok 2008, en fór þó aldrei. Í dag er hann sá eini af þessum skipum sem enn er til hérlendis.
Nöfn: Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 238 og núverandi nafn: Ísborg ÍS 250.
Skrifað af Emil Páli
