22.02.2011 11:00

Gunnar GK 501

Á haustmánuðum árið 2001 var stofnsett fyrirtæki sem bar nafnið Útgerðarfélag Suðurnesja og var með aðsetur í Kópavogi, en skráði skip sín í Sandgerði. Um var að ræða innflutning á þremur kvótalausum skipum frá Noregi og komu tvö þeirra hingað til lands en það þriðja fór aldrei frá Noregi.

Saga þessara skipa er sú að 2527. Jóhanna GK 510, kom fyrst og var gerð út um tíma, en hún var skráð hérlendis í eitt ár og þá seld aftur til Noregs í nóv. 2002. Endaði það skip síðan í pottingum 2006

Næst kom 2525. Gunnar GK 501, og var lagt við bryggju í Hafnarfirði, þar sem það var í 4 mánuði, en þá hélt skipið til Braselíu til að veiða túnfisk og sverðfisk. Þegar þangað kom var því siglt til Úrúgvæ, en þá var það komið aftur í eigu norskra aðila sem leigðu það. Þá var það leigt aðila í Sómaliu og sökk þar, en náð aftur upp. Meðan það var síðan í Úrugvæ og Sómalíu var því rænt að sjóræningjum auk þess sem það lenti í flóðunum miklu um jólin og áramótin 2004.

Þriðja skipið sem kom aldrei hingað til lands í þetta sinn, hafði þó áður verið gert út hérlendis undir nöfnunum Júlíus Geirmundsson ÍS 270, Guðrún Jónsdóttir ÍS 276, Kristbjörg II VE 71 og Kristbjörg VE 70, en var selt til Noregs 1976. Þegar ljóst var að skipin fengju ekki kvóta hér við land var hætt við að koma með þetta skip hingað og þess í stað fór það í pottinn 2002. Þetta skip fékk ekki íslenskt nafn á þessu stigi heldur hélt norsku nafni.

Hér sjáum við mynd af einu þessara þriggja skipa þ.e. Gunnari GK 501




               2526. Gunnar GK 501, í Hafnarfirði © myndir Magnús Þór Hafsteinsson