20.02.2011 17:00

Þytur, Grænlandi, áður Ísafirði og Keflavík

Gylfi Scheving Ásbjörnsson sendi mér mynd af gamla lóðsbátnum frá Ísafirði/bBolungarvík.  Þessi bátur er nú á Grænlandi í eigu Sigurðar Péturssonar ísmanns.


     Þytur, nú á Grænlandi, áður lóðsbáturinn 1191. Þytur á Ísafirði © mynd Gylfi Scheving Ásbjörnsson

Smíðanúmer 19, hjá Stálvík hf., þá við Arnarvog í Garðahreppi, árið 1971 eftir teikningu Bolla Magnússonar. Fiskiskip til 1975, en þá gerður að lóðs- og tollbáti fyrir Ísfirðinga. Seldur út landi til Grænlands í árslok 2005.

Nöfn: Þytur KE 44 og áfram Þytur, líka í Grænlandi.