20.02.2011 10:30

Kristbjörg ÍS 177

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, eru nýir aðilar að taka við rekstri frystihússina á Flateyri og leggja þeir til fjóra báta. Sá stærsti þeirra hefur þegar verið skráður á Flateyri og hér sjáum við myndir af honum sem ég tók í Sandgerði í morgun, en því miður var bátur utan á honum og því myndirnar ekki eins góðar og ella og eins var morgunsólin að þvælast fyrir.






    239. Kristbjörg ÍS 177 ex ÁR 177 ex HF 177, nú frá Flateyri © myndir Emil Páll, í Sandgerði í morgun, 20. feb. 2011