Togarinn dreginn út úr Hafnarfjarðarhöfn. Myndin er af vef hafnarinnar. Togarinn Merike sökk í gær um fjörutíu til fimmtíu mílum suðaustur af Hjörleifshöfða. Dráttarbáturinn Eurosund var að flytja togarann í brotajárn til Danmerkur en hann hafði legið í Hafnarfjarðarhöfn í 4 ár.  Engin olía var í togaranum svo ekki er óttast um umhverfisafleiðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var slæmt veður á svæðinu í gær, vindur um 20 metrar á sekúndu og ölduhæð um 5-6 metrar. Hafði dráttarbáturinn samband við Landhelgisgæsluna en hann hafði þá hægt á sér þar sem 40 gráðu stjórnborðshalli var kominn á togarann. Sökk skipið á um tuttugu mínútum. Togarinn legið í Hafnarfjarðarhöfn um nokkurt skeið en hann er um fjörutíu ára gamall. Hann var skráður í Eistlandi en rekinn af íslenskum aðilum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Merike var síðast gerður út á rækjuveiðar m.a. á Flæmska hattinum. Eigendur skipsins, Reyktal ehf., seldi það til niðurrifs."/>

19.02.2011 18:55

Meriki sökk í gær á leið í pottinn

mbl.is

 
Togarinn dreginn út úr Hafnarfjarðarhöfn. Myndin er af vef hafnarinnar. stækka

Togarinn dreginn út úr Hafnarfjarðarhöfn. Myndin er af vef hafnarinnar.

Togarinn Merike sökk í gær um fjörutíu til fimmtíu mílum suðaustur af Hjörleifshöfða. Dráttarbáturinn Eurosund var að flytja togarann í brotajárn til Danmerkur en hann hafði legið í Hafnarfjarðarhöfn í 4 ár.  Engin olía var í togaranum svo ekki er óttast um umhverfisafleiðingar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var slæmt veður á svæðinu í gær, vindur um 20 metrar á sekúndu og ölduhæð um 5-6 metrar.

Hafði dráttarbáturinn samband við Landhelgisgæsluna en hann hafði þá hægt á sér þar sem 40 gráðu stjórnborðshalli var kominn á togarann. Sökk skipið á um tuttugu mínútum.

Togarinn legið í Hafnarfjarðarhöfn um nokkurt skeið en hann er um fjörutíu ára gamall. Hann var skráður í Eistlandi en rekinn af íslenskum aðilum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Merike var síðast gerður út á rækjuveiðar m.a. á Flæmska hattinum. Eigendur skipsins, Reyktal ehf., seldi það til niðurrifs.