Ólafur William Hand, talsmaður Eimskips, sagði í samtali við Vísi í dag að hann byggist við því að losun skipsins myndi hefjast á næstu tímum. Haft er eftir Ólafi í Aftenposten að líklegast verði búið að losa skipið um miðja næstu viku. Hversu hratt það taki að losa skipið fari allt eftir því hversu marga gáma skipið sem mun verða notað við björgunaraðgerðir getur tekið. Hver ferð til Fredrikstad taki einn og hálfan tíma.
Aftenposten bendir á að mikill ís sé þar sem Goðafoss strandaði. Þetta sé mikil lukka því ísinn hindri að olían nái í land. Olían þjappist líka saman í kuldanum sem geri vinnuna við hreinsun léttari. Aftur á móti geri kuldinn það líka að verkum að fuglarnir þoli síður olíuna. Aftenposten segir að nú þegar hafi fundist nokkrir olíuþaktir fuglar við ströndina.
Eldra efni
Um mig
Nafn:
Emil Páll JónssonFarsími:
845 0919Tölvupóstfang:
epj@epj.isAfmælisdagur:
10. marsHeimilisfang:
Heiðarhvammur 4E. 230 KeflavíkHeimasími:
421 2977Um:
Mikill áhugamaður um skip og báta og hef verið bátagrúskari frá 10 ára aldri og tekið myndir frá sama tíma© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is