19.02.2011 00:25
Styrkja uppbyggingu bátasafns
bb.is
Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum hefur lagt Reykhólahreppi til rúmlega fjórar milljónir króna í uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar og Hlunnindasýningar á Reykhólum. Í verkefninu er sveitarfélagið í samvinnu við áhugamannafélagið og við Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps. Á fundinum var jafnframt samþykkt að ráða Hjalta Hafþórsson, einn af bátasmiðunum og forsvarsmann áhugamannafélagsins, tímabundið í fjóra mánuði til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppsetningar nýrrar sýningar.
Fyrir nokkru sett á fót nefnd með fulltrúum þeirra þriggja aðila sem að þessu verkefni standa. Í henni eiga sæti Eiríkur Kristjánsson á Reykhólum fyrir Reykhólahrepp, Hjalti Hafþórsson á Reykhólum fyrir Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað á Reykjanesi fyrir Æðarvé. Frá þessu var greint á Reykhólavefnum.
Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum hefur lagt Reykhólahreppi til rúmlega fjórar milljónir króna í uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar og Hlunnindasýningar á Reykhólum. Í verkefninu er sveitarfélagið í samvinnu við áhugamannafélagið og við Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps. Á fundinum var jafnframt samþykkt að ráða Hjalta Hafþórsson, einn af bátasmiðunum og forsvarsmann áhugamannafélagsins, tímabundið í fjóra mánuði til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppsetningar nýrrar sýningar.
Fyrir nokkru sett á fót nefnd með fulltrúum þeirra þriggja aðila sem að þessu verkefni standa. Í henni eiga sæti Eiríkur Kristjánsson á Reykhólum fyrir Reykhólahrepp, Hjalti Hafþórsson á Reykhólum fyrir Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað á Reykjanesi fyrir Æðarvé. Frá þessu var greint á Reykhólavefnum.
Skrifað af Emil Páli
