18.02.2011 21:22

Goðafoss: Skipstjórinn viðurkennir mistök

dv.is:

Goðafoss strand.                                                          Goðafoss strand.
 

"Skipstjórinn segir að hann hafi verið einn í brúnni og gert mistök við siglinguna, það séu höfuðástæður þess að skipið tók niðri," segir Ivar Prestbakken hjá lögreglunni í Fredrikstad í samtali við norska ríkisfjölmiðilinn NRK í kvöld.

Skipstjórinn á Goðafoss hefur verið í yfirheyrslum í dag eins og venja er þegar slys verða en lögreglan vill ekki gefa nánari upplýsingar um hvað gerðist fyrir og eftir að Goðafoss strandaði að svo stöddu.

Að sögn Prestbakken er búið að útiloka bæði að skipstjórinn hafi sofnað og að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. "Við létum hann blása á staðnum og það kom ekkert í ljós."

Skipstjórinn þekkir að sögn Prestbakken vel til á svæðinu og hefur siglt þar í mörg ár enda reyndur skipstjóri. Hann bætir við að fleiri verði yfirheyrðir vegna málsins og rannsókn haldi því áfram á orsökum þess að Goðafoss sitji nú strand í Oslófirði.