18.02.2011 18:28
Ákvörðun tekin um Goðafoss á morgun
Ákvörðun um hvað verður gert við Goðafoss sem strandaður er í Noregi verður tekin í fyrramálið. Þá verður björgunaráætlun lögð fyrir strandgæslu og sérfræðinga Eimskips. Ekkert verður hreyft við skipinu þar til norsk strandgæsla og yfirvöld gefa heimild til þess.
"Það
gæti verið á morgun og það gæti verið á hinn. Við vitum ekkert
nákvæmlega hvað kemur út úr þessu, hvort við tæmum olíuna úr skipinu og
tökum síðan gámana eða hvort við drögum skipið með gámunum. Það eru alls
kyns möguleikar í stöðunni og við vitum í raun og veru ekkert um það
fyrr en við fáum þessa skýrslu," segir Ólafur William Hand,
forstöðumanns kynningar- og markaðsmála hjá Eimskipum.
"Dagurinn í dag hefur farið í það að skoða aðstæður á svæðinu og stilla saman strengi strandgæslunnar, okkar og okkar sérfræðinga erlendis. Veðurfarið er þannig að menn eru ekki að ana að neinu. Það er gott veður og spáir því áfram," segir Ólafur William Hand,
Hann segir kuldann vinna með mönnum því olían sé þykkari og þar af leiðandi sé ekki eins mikil hætta á mengun og fyrst var talið.
Orsakir slyssins eru ekki kunnar og bíða sjóprófs segir Ólafur en ljóst sé að slysið hafi farið af leið. Skipstjórinn hefur verið í skýrslutökum í dag eins og venja sé þegar slys verða. "Við treystum áhöfnum okkar 100% og stöndum að baka skipstjóranum," segir Ólafur.
