18.02.2011 18:25
Loðnukvótinn aukinn
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur gefið út reglugerðir sem fela það í sér að loðnukvótinn verður aukinn um 65 þúsund tonn. Er þetta í samræmi við nýja ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Aukningin fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn.
Heimild: mbl.is.
Skrifað af Emil Páli
