18.02.2011 18:25

Loðnukvótinn aukinn

Loðnuskipið Lundey. Myndin er fengin af vef HB Granda. stækka

Loðnuskipið Lundey. Myndin er fengin af vef HB Granda.

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur gefið út reglugerðir sem fela það í sér að loðnukvótinn verður aukinn um 65 þúsund tonn. Er þetta í samræmi við nýja ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Aukningin fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn.

Heildarheimildir til loðnuveiða á fiskveiðiárinu eru nú 390 þúsund tonn og þar af fara um 317 þúsund tonn til íslenskra skipa.

Heimild: mbl.is.