Goðafoss á strandstað. Myndin er frá norsku strandgæslunni. Skipstjóri Goðafoss segir við norska útvarpið, að það sé ástæða fyrir því að skipið strandaði við Hvaler í Óslóarfirði í gærkvöldi. Hann vilji hins vegar ekki tjá sig um það að svo stöddu. Norska lögreglan mun yfirheyra skipstjórann síðar í dag. Skipstjórinn staðfesti við vef NRK að hann hefði verið í brúnni þegar skipið strandaði í gærkvöldi en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið.  Fjórtan manna áhöfn er um borð í Goðafossi og sakaði engan þegar skipið strandaði. Haft er eftir Elise Rusten, starfsmanni norsku siglingastofnunarinnar, að íslenski skipstjórinn þekki vel aðstæður á þessum slóðum enda sigli skipið hálfsmánaðarlega þessa leið. visir.is Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi MYND/AFP Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að fyrirtækið vinni að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöld, strandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem tiltækar frá strandsstað."Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu," segir ennfremur.Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvernær gámarnir verða fluttir frá borði."/>

18.02.2011 17:30

Ástæða fyrir strandinu og kafarar kanna skemmdir

mbl.is:

Ástæða fyrir strandinu

Goðafoss á strandstað. Myndin er frá norsku strandgæslunni. stækka

Goðafoss á strandstað. Myndin er frá norsku strandgæslunni.

Skipstjóri Goðafoss segir við norska útvarpið, að það sé ástæða fyrir því að skipið strandaði við Hvaler í Óslóarfirði í gærkvöldi. Hann vilji hins vegar ekki tjá sig um það að svo stöddu. Norska lögreglan mun yfirheyra skipstjórann síðar í dag.

Skipstjórinn staðfesti við vef NRK að hann hefði verið í brúnni þegar skipið strandaði í gærkvöldi en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. 

Fjórtan manna áhöfn er um borð í Goðafossi og sakaði engan þegar skipið strandaði. Haft er eftir Elise Rusten, starfsmanni norsku siglingastofnunarinnar, að íslenski skipstjórinn þekki vel aðstæður á þessum slóðum enda sigli skipið hálfsmánaðarlega þessa leið.

visir.is

Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi

Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi
MYND/AFP

Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi.

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að fyrirtækið vinni að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöld, strandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem tiltækar frá strandsstað.

"Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu," segir ennfremur.

Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvernær gámarnir verða fluttir frá borði.