18.02.2011 08:31

Goðagoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði

visir.is

Frá slysstað.

Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf.
Íbúar í nágrenni garðsins óttast hið versta. Einn þeirra segir í samtali við Verdens Gang að oft hafi litlu munað að mengunarslys hafi orðið í eða við þjóðgarðinn en nú sé slíkt að verða staðreynd.
Norska strandgæslan sé hinsvegar komin með hreinsibúnað og dælur að garðinum og vonandi takist að verja hann.

Kemur þetta saman við það sem Guðni Ölversson í Noregi segir um strandið á vefsíðu sinni í morgun:
 Ólafur William hjá Eimskip gerir afskaplega lítið úr afleiðingum strands Goðafoss. Staðreyndin er sú að olíflekkurinn nær orðið 2,5 sjómílur frá skipinu og það sem verra er að að svæðið þar sem Goðafoss strandaði er friðlýstur þjóðgarður. Reyndar er Hvaler eyjaklasinn eini hluti norsku strandarinnar sem er friðlýst. Sem betur fer eru vindátt og straumar hægstæðar aðstæðum og olíuna rekur á haf út núna. En það fer ekkert á milli