17.02.2011 16:16

Sigurður VE, Víkingur AK og Ísleifur VE á loðnu

Það er gaman til þess að vita að nú eru þrjú skip sem legið hafa við bryggju að undanförnu að fara eða eru farnir til loðnuveiða.
Ísleifur VE er þegar kominn á loðnumiðin út af Garðskaga og nú næstu daga munu systurskipin Sigurður VE og Víkingur AK bætast í hópinn.