16.02.2011 23:47
Margir öfunda hann örugglega
Hann var öfundsverður hann Elvar Aron Daðason, er loðnuskipið Aðalsteinn Jónsson SU 11 renndi upp af hafnargarðinum í Keflavík núna áðan, til þess að taka hann um borð. Um borð er afi hans Þorsteinn Kristinsson sem skipstjóri og faðir hans Elvars, Daði Þorsteinsson, er stýrimaður, auk þess sem hann er skipstjóri á móti pabba sínum. Því má segja að þetta sé fjölskylduferð þar sem þrír ættliðir sameinast.
Stefnumót sem þetta hef ég áður tekið myndir af, en það var einmitt á síðasta ári sem Aðalsteini Jónssyni var rennt að sömu bryggju til að sækja strákinn.
Hér eru myndir sem ég tók á tólfta tímanum í kvöld, við þetta tækifæri.

2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, nálgast hafnargarðinn í Keflavík í kvöld



Ættingjar handlanga farangur Elvars Arons um borð

Daði Þorsteinsson faðmar son sinn Elvar Aron að sér

Hér eru feðgarnir brosandi út af eyrum, og skipið bakkar frá
© myndir Emil Páll, 16. feb. 2011
Stefnumót sem þetta hef ég áður tekið myndir af, en það var einmitt á síðasta ári sem Aðalsteini Jónssyni var rennt að sömu bryggju til að sækja strákinn.
Hér eru myndir sem ég tók á tólfta tímanum í kvöld, við þetta tækifæri.

2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, nálgast hafnargarðinn í Keflavík í kvöld



Ættingjar handlanga farangur Elvars Arons um borð

Daði Þorsteinsson faðmar son sinn Elvar Aron að sér

Hér eru feðgarnir brosandi út af eyrum, og skipið bakkar frá
© myndir Emil Páll, 16. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
