16.02.2011 14:00
Hraunsvík GK 90

1640. Hraunsvík GK 90, í Hafnarfirði, árið 2000 © mynd Hilmar Snorrason
Skrokkur bátsins var smíðaður í Marstad, Svíþjóð og Noregi og kom hingað til lands í september 1980. Var skipið síðan fullfrágengið og lengt um 6 metra hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi og lauk því árið 1982.
Seldur ú rlandi til Seyshelles, Suður-Afríku í janúar 2003, þar sem hann átti að stunda túnfiskveiðar. þaðan var báturinn síðar seldur til Walvis Bay í Namibíu og það síðasta sem ég frétti af honum var að árið 2005 var hann kominn með skráningu í Belize
Nöfn: Patrekur BA 64, Valur SU 68, Gyllir ÍS 261, Hraunsvík GK 90, Hraunsvik, Hraunsvik L 1213 og aftur Hraunsvik.
Skrifað af Emil Páli
