15.02.2011 18:05

Guðmundur VE 29 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér koma þrjár myndir sem ég tók af Guðmundi VE 29 í dag. Sú fyrsta sýnir hann sigla inn Garðsjóinn og er þarna framan við Gerðar í Garði. Önnur myndin er tekin er hann var komin framan við Helguvík og beið eftir að Vilhelm Þorsteinsson færi út og sú þriðja sýnir einmitt Vilhelm Þorsteinsson kominn út og Guðmundur stefna inn.


                        2600. Guðmundur VE 29, framan við Gerðar í Garði


                   2600. Guðmundur VE 29, bíður eftir að komast inn í Helguvík


    2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 (t.h.) kominn út úr Helguvík og 2600. Guðmundur VE 29, siglir í átt að Helguvík  © myndir Emil Páll, 15. feb. 2011