15.02.2011 11:45
Merkie í pottinn
Á síðasta ári sagði ég frá því að togarinn Merkie sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn í mörg ár færi senn í pottinn. Ekkert hefur þó orðið af því, en nú virðist vera komið fararsnið á togarann, en til Hafnarfjarðar er kominn danskur dráttarbátur er heitir Eurosund og virðast allir tilburðir sýna að hann eigi að draga togarann út. Kemur fram á heimasíðu Hafnarfjarðarhafnar að togarinn eigi að fara þann 17. feb.nk.
Hér birti ég myndir af báðum skipum.

Merkie, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Bjarni Guðmundsson, 19. júlí 2010

Eurosund © mynd af MarineTraffic
Hér birti ég myndir af báðum skipum.

Merkie, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Bjarni Guðmundsson, 19. júlí 2010

Eurosund © mynd af MarineTraffic
Skrifað af Emil Páli
