15.02.2011 00:00
Meira um Helgumálið í Helguvík
Hér kemur það sem fram kom á viðkomandi vefum og síðan birti hið rétta sem ég hef birt áður svo og myndir sem ég tók þegar akkerið var tekið upp, en það var á 23ja metra dýpi og tókst Köfunarþjónustu Sigurðar ásamt hafnarstarfsmönnum á hafnsögubátnum Auðni að ná því upp, en áður en Magni fylgdi Helgu til Reykjavíkur, gerðu þeir tilraun til að ná því upp, en það tókst ekki.
Visir.is
"Báturinn var að fara út úr Helguvíkurhöfninni þegar hann hallaði og rakst í eitthvað," segir Ármann Ármannsson, framkvæmdarstjóri útgerðarinnar Ingimundur ehf.
Skip á þeirra vegum, rækjubáturinn Helga RE, rakst í eitthvað á botni hafnarinnar í gærkvöldi þegar hún var að sigla út úr höfninni, með þeim afleiðingum að skrokkurinn rifnaði lítillega.
Ármann segir engan hafa verið í hættu vegna þessa, kafarar hefðu verið kallaðir til og þeir lagað rifuna á staðnum. Skipinu var svo siglt til hafnar í Reykjavík og fór í slipp klukkan eitt í dag.
Ármann gerir ráð fyrir því að viðgerðir muni taka tvo daga. Aðspurður segist Ármann ekki vitað hvað það hafi verið sem Helga rakst á.
mbl.is:
Gat kom á skrokk Helgu RE þegar hún var að fara úr Helguvíkurhöfn í gærkvöldi. Ármann Ármannsson, útgerðarmaður, segir að svo virðist sem skipið hafi rekist í eitthvað sem stóð út úr bryggjunni.
Ármann sagði að skipið hafi farið inn í Helguvíkurhöfn til að láta laga smávægilega bilun á ískerfi skipsins. Þegar Helga RE var að fara aftur úr höfn rakst hún á eitthvað sem stóð út úr bryggjunni og gerði það gat á skrokkinn.
Á bryggjunni eru dekk, eða fríholt, en svo langt á milli þeirra að Helga náði að rekast í eitthvað sem stendur þarna út úr bólverkinu.
Gatið er um 50 sentimetra langt og rétt neðan sjólínu aftast á skipinu. Kafarar voru kallaðir til og þéttu þeir gatið. Skipverjar dældu á milli tanka og hölluðu skipinu svo gatið stæði upp úr.
Eitthvað lak inn í skipið en lekinn olli ekki neinum skemmdum, að sögn Ármanns. Helga RE kom til Reykjavíkur um kl. 9.00 í morgun og var tekin í slipp. Gert verður við skemmdirnar eftir helgina.
Helga RE stundar bolfiskveiðar frá Reykjavík og landar ísfiski einu sinni í viku að jafnaði.
- o -
Hið rétta er að skipið fékk á sig vindkviðu og lenti á hafnargarðinum og kom þá gat, svo það flæddi inn á millidekkið. Sló vélina út og tók skipið að reka í átt af grjótgarðinum og á síðustu stundu tók skipverjum að stöðva rekið með því að varpa akkerinu.
Í framhaldi af því var hafnsögubáturinn Auðunn kallaður út og hjálpaði hann Helgu sem var vélarvana sem fyrr segir, að bryggju, þar var skipinu hallað og síðan komu menn frá Héðni og lokuðu til bráðabirða fyrir gatið, en í öryggisskyni var Magni fenginn til að fylgja skipinu til Reykjavíkur.
Í dag hallast menn helst á að ástæðan fyrir því að ekki sé sagt frá málinu samkvæmt sannleika, er ótti við að allar suður í skokki bátsins verði skoðaðar, en ljóst virðist vera að gatið kom á þeim hluta sem skipið á að vera sterkast og hafi komið á plötuskilum og að suða hafi brostið.
Þeir sem skoðað hafa bryggjuna sérstaklega sjá ekki neitt sem stendur út úr henni, en þó svo væri þá ætti þessi hluti skipsins að þola annað eins, því tjónið varð á þeim stað sem hvað mestu átök eiga sér stað, þ.e nánast í einhverja tugi sentimetra frá aftur horninu.
Um þá fullyrðingu að eitthvað hafi komið upp úr botni hafnarinnar, þá hefði gatið átt sér stað annars staðar. Eins vita það allir sem vilja vita að dýpið er það mikið þarna að þó skipið hefði steinsokkið við bryggjuna hefði það trúlega ekki sést, enda eru stór skip sem koma þarna að bryggju.
Viðkomandi eftirlitaðilar hljóta engu að siður að skoða hvað gerðist og þá kemur vonandi hið rétta í ljós.
Hér koma myndir frá björgun akkerisins:


2043. Auðunn á þeim stað sem belgur var á enda akkeriskeðjunnar



2043. Auðunn kominn með akkerið að hafnargarðinum og sést hér er það er híft upp



Akkerið híft upp á vöruflutningabíl



2043. Auðunn, á siglingu innan Helguvíkurhafnar
© myndir Emil Páll, 14. feb. 2011
