14.02.2011 18:08

Börkur með fyrstu loðnuna til Helguvíkur

Börkur NK 122, kom núna áðan upp úr kl. 17. með fyrstu loðnuna til Helguvíkur, ekki var það fullfermi sem hann var með, en í kvöld er síðan Ásgrímur Halldórsson SF væntanlegur með annan slatta til löndunar, en þeir hafa báðir verið að veiðum hér nærri m.a. í Garðsjó í dag. Samkvæmt heimildum mínum mun Ásgrímur eiga að landa oftar í Helguvík á næstunni.







    1293. Börkur NK 122, kemur til Helguvíkur í dag © myndir Emil Páll, 14. feb. 2011