13.02.2011 14:05
Fyrsta loðnan til Helguvíkur?
Undirbúningur fyrir komu fyrstu loðnu vertíðarinnar til Helguvíkur er nánast orðinn klár, búið er að staðsetja kranann o.fl. Búist er við að fyrsta loðnuskipið komi er líða tekur á daginn eða jafnvel í nótt. Enda er styðst fyrir loðnuflotann nú að koma til Helguvíkur, en nú er þetta er skrifað þá eru fimm loðnuskip kominn fyrir Reykjanesið nánar tiltekið út af Kinnabergi, að því er virðist vera að leita eða veiða. Þetta eru Beitir, Erika, Börkur, Júpiter og Vilhelm Þorsteinsson, síðan er Guðmundur við Reykjanesi. Þar sem verksmiðjan er nú í eigu Síldarvinnslunnar, eru það helst af þessum skipum, Beitir, Erika, Börkur eða Vilhelm Þorsteinsson sem gætu orðið fyrstu skipin til að landa í Helguvík á þessu ári.

Úr Helguvík, núna fyrir nokkrum mínútum © mynd Emil Páll, 13. feb. 2011

Úr Helguvík, núna fyrir nokkrum mínútum © mynd Emil Páll, 13. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
