12.02.2011 14:53
Nýr eigandi að fiskvinnslunni á Flateyri
bb.is:
Verið er að leggja lokahönd á kaupsamning á öllum eigum þrotabús Eyrarodda ehf., á Flateyri. Um er að ræða allar fasteignir þrotabúsins, fiskvinnsluna og skrifstofuhúsnæðið, og krókaaflamarksbátinn Stjána Ebba ÍS. Kaupandinn er fyrirtækið Lotna ehf., þar sem útgerðarmaðurinn Sigurður Aðalsteinsson og Kristján Kristjánsson skipstjóri eru í forsvari. "Við erum á leiðinni vestur um helgina og byrjum að ráða fólk í vinnsluna strax í næstu viku. Þá er stefnan að hefja vinnslu á allra næstu vikum," segir Kristján, en hann mun starfa sem framkvæmdastjóri vinnslunnar og flytja vestur í framhaldinu. Félagið hefur yfir nokkrum bátum að ráða s.s. Kristrúnu HF, 196 brl. línubeitningarbát, Stefáni BA, 50 tonna snurvoðarbát, krókaaflamarksbátinn Blikaberg og strandveiðibátinn Huldu HF. Lotna ehf., er skráð til heimilis á Álftanesi
Vegna þess sem fram kemur í fréttinni hér að ofan, þá heitir þessi 196 brl. tonna Kristbjörg ÁR 177, en ekki Kristrún HF, a.m.k. ekki ennþá og eins heitir Blikaberg ennþá Bliki ÞH 177
Verið er að leggja lokahönd á kaupsamning á öllum eigum þrotabús Eyrarodda ehf., á Flateyri. Um er að ræða allar fasteignir þrotabúsins, fiskvinnsluna og skrifstofuhúsnæðið, og krókaaflamarksbátinn Stjána Ebba ÍS. Kaupandinn er fyrirtækið Lotna ehf., þar sem útgerðarmaðurinn Sigurður Aðalsteinsson og Kristján Kristjánsson skipstjóri eru í forsvari. "Við erum á leiðinni vestur um helgina og byrjum að ráða fólk í vinnsluna strax í næstu viku. Þá er stefnan að hefja vinnslu á allra næstu vikum," segir Kristján, en hann mun starfa sem framkvæmdastjóri vinnslunnar og flytja vestur í framhaldinu. Félagið hefur yfir nokkrum bátum að ráða s.s. Kristrúnu HF, 196 brl. línubeitningarbát, Stefáni BA, 50 tonna snurvoðarbát, krókaaflamarksbátinn Blikaberg og strandveiðibátinn Huldu HF. Lotna ehf., er skráð til heimilis á Álftanesi
Vegna þess sem fram kemur í fréttinni hér að ofan, þá heitir þessi 196 brl. tonna Kristbjörg ÁR 177, en ekki Kristrún HF, a.m.k. ekki ennþá og eins heitir Blikaberg ennþá Bliki ÞH 177
Skrifað af Emil Páli
