12.02.2011 14:53

Nýr eigandi að fiskvinnslunni á Flateyri

bb.is:

Verið er að leggja lokahönd á kaupsamning á öllum eigum þrotabús Eyrarodda ehf., á Flateyri. Um er að ræða allar fasteignir þrotabúsins, fiskvinnsluna og skrifstofuhúsnæðið, og krókaaflamarksbátinn Stjána Ebba ÍS. Kaupandinn er fyrirtækið Lotna ehf., þar sem útgerðarmaðurinn Sigurður Aðalsteinsson og Kristján Kristjánsson skipstjóri eru í forsvari. "Við erum á leiðinni vestur um helgina og byrjum að ráða fólk í vinnsluna strax í næstu viku. Þá er stefnan að hefja vinnslu á allra næstu vikum," segir Kristján, en hann mun starfa sem framkvæmdastjóri vinnslunnar og flytja vestur í framhaldinu. Félagið hefur yfir nokkrum bátum að ráða s.s. Kristrúnu HF, 196 brl. línubeitningarbát, Stefáni BA, 50 tonna snurvoðarbát, krókaaflamarksbátinn Blikaberg og strandveiðibátinn Huldu HF. Lotna ehf., er skráð til heimilis á Álftanesi

Vegna þess sem fram kemur í fréttinni hér að ofan, þá heitir þessi 196 brl. tonna Kristbjörg ÁR 177, en ekki Kristrún HF, a.m.k. ekki ennþá og eins heitir Blikaberg ennþá Bliki ÞH 177