12.02.2011 10:55
Magni fylgdi Helgu RE til Reykjavíkur
Eftir að bráðabirgðaviðgerð lauk á Helgu RE 49 í Helguvík í nótt fylgdi Dráttarbáturinn Magni skipinu til Reykjavíkur er það verður tekið þar upp í slipp um eða uppúr hádeginu í dag. Fljótt á litið virðist skipið hafa sloppið betur en áhorfist hvað tjón varðar, en allt á það þó betur eftir að koma betur í ljós. Skipið sigldi fyrir eigin vélarafli yfir flóann í nótt.
Áður en farið var af stað var þó reynt að ná akkerinu upp af Helgunni en það tókst ekki og verður reynt að ná því á morgun, þar sem betri veðurspá er á morgun, en varðandi daginn í dag.
Þá er ljóst að mjög litlu munaði að skipið ræki vélarvana upp í kletta við Helguvík og því var akkertið látið falla og greip það festu á síðustu stundu. Kom það síðan í hlut hafnsögubátsins Auðuns að koma Helgu að bryggju í Helguvík í gærkvöldi.


2749. Helga RE 49, í Helguvík á síðasta ári © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010

Ef myndin er vel skoðuð má sjá fyrir henni miðri, belginn sem er festur við akkeriskeðjuna framan við innsiglingaopið í Helguvík © mynd Emil Páll, 12. feb. 2011
Áður en farið var af stað var þó reynt að ná akkerinu upp af Helgunni en það tókst ekki og verður reynt að ná því á morgun, þar sem betri veðurspá er á morgun, en varðandi daginn í dag.
Þá er ljóst að mjög litlu munaði að skipið ræki vélarvana upp í kletta við Helguvík og því var akkertið látið falla og greip það festu á síðustu stundu. Kom það síðan í hlut hafnsögubátsins Auðuns að koma Helgu að bryggju í Helguvík í gærkvöldi.


2749. Helga RE 49, í Helguvík á síðasta ári © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010

Ef myndin er vel skoðuð má sjá fyrir henni miðri, belginn sem er festur við akkeriskeðjuna framan við innsiglingaopið í Helguvík © mynd Emil Páll, 12. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
