12.02.2011 10:55

Magni fylgdi Helgu RE til Reykjavíkur

Eftir að bráðabirgðaviðgerð lauk á Helgu RE 49 í Helguvík í nótt fylgdi Dráttarbáturinn Magni skipinu til Reykjavíkur er það verður tekið þar upp í slipp um eða uppúr hádeginu í dag. Fljótt á litið virðist skipið hafa sloppið betur en áhorfist hvað tjón varðar, en allt á það þó betur eftir að koma betur í ljós. Skipið sigldi fyrir eigin vélarafli yfir flóann í nótt.

Áður en farið var af stað var þó reynt að ná akkerinu upp af Helgunni en það tókst ekki og verður reynt að ná því á morgun, þar sem betri veðurspá er á morgun, en varðandi daginn í dag.

Þá er ljóst að mjög litlu munaði að skipið ræki vélarvana upp í kletta við Helguvík og því var akkertið látið falla og greip það festu á síðustu stundu. Kom það síðan í hlut hafnsögubátsins Auðuns að koma Helgu að bryggju í Helguvík í gærkvöldi.




        2749. Helga RE 49, í Helguvík á síðasta ári © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010


    Ef myndin er vel skoðuð má sjá fyrir henni miðri, belginn sem er festur við akkeriskeðjuna framan við innsiglingaopið í Helguvík © mynd Emil Páll, 12. feb. 2011