11.02.2011 22:32

Helga RE 49: Sjór flæddi inn við árekstur í kvöld

Þessa stundina er verið að gera til bráðabirgða við rifu sem myndaðist á Helgu RE 49 í Helguvík í kvöld. Skipið hafði verið þar í dag vegna viðgerðar og var að fara frá bryggju er vindkviða feykti því á bryggjuhornið með þeim afleiðingum að um eins metra löng rifa, mest um 10 cm breið opnaðist á millidekki, stjórnborðsmegin allra aftast og sprautaðist sjór á rafmagnskassa með þeim afleiðinum að vél skipsins sló út. Þar sem þeir voru með akkeri úti urðu þeir að losa sig við það í höfnina og koma skipinu að bryggju. Eftir að skipinu hafði verið hallað var rifan komin upp fyrir sjólínu og voru menn frá Héðni væntanlegir til að gera við skipið til bráðabirgða. Hafnsögubáturinn Auðunn var kallaður út trúlega til að koma skipinu aftur að bryggju.











    2749. Helga RE 49, í Helguvík í kvöld, eftir að búið var að halla skipinu svo hægt yrði að gera við það til bráðabirgða © myndir Emil Páll, 11. feb. 2011