09.02.2011 00:32
Alelda iðnaðarhús í rokinu
Rétt fyrir miðnætti kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði í Njarðvík þar sem fyrirtækið Rafmúli er til húsa.
Um þetta kom fram eftirfarandi á mbl.is: ,,Brunavarnir Suðurnesja hafa við erfiðar aðstæður glímt við mikinn eld í iðnaðarhúsnæði við Bolafót í Njarðvíkum. Að sögn lögreglu er húsið alelda og er allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu á staðnum. Í húsnæðinu er rafmagnsverkstæði og bílaþvottastöð en tilkynning barst um eldinn á tólfta tímanum í kvöld. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Talið er að eldurinn hafi komið upp á rafmagnsverkstæðinu. Handan götunnar er íbúðahverfi en vindáttin er hagstæð hvað það varðar að reykinn leggur ekki þar yfir.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa nokkur útköll verið í kvöld en tjón af völdum roksins yfirleitt verið minniháttar".
. Hér fyrir neðan koma þrjár myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók af húsinu nú rétt um miðnætti og verður að taka tillit til þess að rokið er mikið og því erfitt að taka myndir og hvað þá á gsmsíma, eins og hann notar.



Frá brunastað við Bolafót í Njarðvík nú á miðnætti © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 9. feb. 2011
Um þetta kom fram eftirfarandi á mbl.is: ,,Brunavarnir Suðurnesja hafa við erfiðar aðstæður glímt við mikinn eld í iðnaðarhúsnæði við Bolafót í Njarðvíkum. Að sögn lögreglu er húsið alelda og er allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu á staðnum. Í húsnæðinu er rafmagnsverkstæði og bílaþvottastöð en tilkynning barst um eldinn á tólfta tímanum í kvöld. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Talið er að eldurinn hafi komið upp á rafmagnsverkstæðinu. Handan götunnar er íbúðahverfi en vindáttin er hagstæð hvað það varðar að reykinn leggur ekki þar yfir.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa nokkur útköll verið í kvöld en tjón af völdum roksins yfirleitt verið minniháttar".
. Hér fyrir neðan koma þrjár myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók af húsinu nú rétt um miðnætti og verður að taka tillit til þess að rokið er mikið og því erfitt að taka myndir og hvað þá á gsmsíma, eins og hann notar.



Frá brunastað við Bolafót í Njarðvík nú á miðnætti © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 9. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
