08.02.2011 14:00
Loðnumiðin: Aðalsteinn Jónsson, Vilhelm Þorsteinsson og Fagraberg
Svafar Gestsson sendi mér skemmtilegan mynda og textapakka eins og við mátti búast af honum. Um er að ræða nokkrar myndir frá því í gær og fyrradag af loðnumiðunum. Veiðar hafa bara gengið vel og kvótinn að klárast hjá þeim, en þeir eiga eftir um 2000 tonn. Fengu þeir um 900 tonn við Ingólfshöfðann í gær sem og eru að landa núna. Gáfu þeir á Jónu Eðvalds, frændum vorum á Fagraberginu restina af síðasta kastinu í gær.
2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11
2410. Vilhelm Þorsteinsson og 2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11
Fagraberg FD 1210
Barkinn gerður klár
Fagraberg FD 1210


Högni Hansen skipari á Fagraberginu © myndir Svafar Gestsson, 6. og 7. feb. 2011
