08.02.2011 12:00
Straumur RE 79

185. Straumur RE 79, í Reykjavík © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 28. júní 2007
Smíðanúmer 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B, Marstrand, Svíþjóð 1963.
Eldsvoði í bátnum lét hann illa tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var hann staddur 8 sm. út af Stafnesi og dreginn logandi til Hafnar í Njarðvik 29. mars 1974 og í framhaldi af því Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur á árunum 1974 til 1977. Þá kom síðar aftur upp eldur í bátnum og nú við bryggju í Sandgerði þann 20. feb. 2005 og í framhald af því var hann dreginn út í pottinn sama ár. Sú ferð gekk ekki áfallalaust, því hann slitnaði aftan úr dráttarbátnum og rak mannlaus út af Færeyjum þar sem Færeyskt varðskip náði honum og kom með til Færeyja 10. okt. 2005. Í maí 2006. komst hann svo loksins í pottinn í Esbjerg í Danmörku.
Eftir endurbygginguna í Keflavík, var hann yfir byggður 1987, og lengdur, skutur sleginn út og ný brú sett á hann í Þýskalandi 1996.
Nöfn: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 79 og Valur GK 6
Skrifað af Emil Páli
