06.02.2011 11:15
Þórshamar GK 75

Löndunarhópur á 1501. Þórshamri GK 75 © mynd Guðni Ölversson

1501. Þórhamar GK 75: Snurpað © myndir Guðni Ölversson
Þessi var smíðaður í Vaagland Noregi 1974 og keyptur hingað til lands frá Færeyjum 1977 og seldur síðan aftur úr landi og þá til Englands árinu síðar og aftur keyptur hingað aftur eftir annað ár. Fór í gegn um mikla lengingu og algjöra endurnýjun ofan þilfars.
Hérlendis bar það aðeins þetta eina nafn, nema þegar það var notað í kvikmyndina Hafið sem tekin var upp á Neskaupstað en þá hét það Hamar ÓF 25. Endalokin urðu siðan potturinn frægi og þangað sigldi það fyrir eigin vélarafli þ.e. til Danmerkur í apríl 2004
Skrifað af Emil Páli
