06.02.2011 10:00

Skarðsvík SH 205

  1416. Skarðsvík SH 205 © mynd eyjan.is


                            1416. Skarðsvík SH 205 © mynd Guðni Ölversson

Þessi er að nafninu til ennþá, en held að hann liggi bara í Eyjum og sé ekki í útgerð. Hlutskipti bátsins hefur einmitt mikið verið að liggja bara við bryggju verkefnaslaus.
Hér er á ferðinni systurskip Gullbergs sem var í færslunni hér á undan og hefur hann borið eftirfarandi nöfn: Skarðsvík SH 205, Skrarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107 og núverandi nafn er: Hafursey VE 122. Undir tveimur síðustu nöfnunum hefur hann mest verið bundinn við bryggju.