05.02.2011 18:00

Rauða innsiglingabaugjan í Grindavík horfin

vf.is:

 


Rauða innsiglingarbaujan við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn hvarf í briminu nú í vikunni. Hún er rauður sívalningur, 6 metra langur og 30 sm í þvermál og með rauðu ljósi efst. Hafnarstarfsmenn hafa leitað í fjöru en ekki fundið. Ef einhver rekst á baujuna er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við hafnarverði.

Þetta er í fjórða skipti sem baujan týnist en hún hefur ávallt fundist fram að þessu. Eini sinni fannst hún austur við Krýsuvíkurberg.