05.02.2011 00:00

Tveir sjósettir á sama klukkutímanum

Ég held að ég megi fullyrða að það sé sjaldgæft ef ekki einsdæmi að tveir bátar sem verið hafa í viðgerð og/eða endurbótum á sama stað, séu sjósettir á sama klukkutimanum. Það gerðist þó varðandi báta sem voru í viðgerð hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði og tók ég þessa myndasyrpu af því tilefni.

                                             - 2389. Gísli BA 245 -










                                                   
2389. Gísli BA 245


                                  - 2256. Guðrún Petrína GK 107 -




















                                   
2256. Guðrún Petrína GK 107

                    - Og þeir báðir saman við bryggju eftir sjósetningu -


               
Báðir bátarnir komnir í sjó í Sandgerðishöfn. T.v. er 2389. Gísli BA 245 og t.h. er 2256. Guðrún Petrína GK 107 © myndir Emil Páll, 4. feb. 2011

Ef einhver er að furða sig á því hvers vegna ég birti mun fleiri myndir af öðrum bátnum en hinum í þessari syrpu er ástæðan sú að ég þurfti að skreppa til Keflavíkur í miðjum klíðum til að sinna einkaerindum og missti því af sjósetningu fyrri bátsins og eins taldi ég það ekki koma svo mjög að sök þar sem ég hef nánast fylgt þeim báti eftir síðan hann kom til Sandgerðis undir færeysku nafni og því birt fjölda mynda af honum síðan þá.