04.02.2011 08:12

Loðnuveiðar hafnar að nýju eftir óveðrið

Vísir, 04. feb. 2011 07:42

Loðnuveiðar hafnar að nýju eftir óveðrið

Loðnuskipin, sem lágu i vari á meðan óveðrið gekk yfir, eru nú öll byrjuð veiðar.

Þau eru nú öll í einum hnappi um 20 sjómílur suðvestur af Höfn í Hornafirði og eru að veiða úr sömu torfunni.

Loðnan er á göngu sinni vestur með Suðurströndinni og verður að líkindum við Vestmannaeyjar eftir nokkra daga.