03.02.2011 14:00
Stakksfjörður og Helguvík: 3 togarar og 1 línuskip flúðu veðrið
Vegna óveðursins í nótt, sá ég a.m.k. þrjá togara og eitt línuskip sem flúðu undan veðrinu og voru þrjú skipanna í vari, ýmist í Garðsjó eða á Stakksfirði og eitt þeirra fór til hafnar í Helguvík.
Í Garðsjó var togarinn Þerney RE 101, sem í morgun fór síðan inn til Reykjavíkur til löndunar. Togarinn Gnúpur var á Stakksfirði rétt utan við sveitarfélagið Voga og utan við Keflavík/Njarðvík var línuskipið Kristín ÞH 157. Þá fór togarinn Múlaberg SI 22 til Helguvíkur.
Hér birti ég myndir af Grindavíkurskipunum Kristínu ÞH 157 og Gnúpi GK 11 og á eftir birti ég tvær myndir af Múlaberginu í Helguvík.
972. Kristín ÞH 157, utan við Keflavík/Njarðvík
1579. Gnúpur GK 11, utan við Vogana © myndir Emil Páll, 3. feb. 2011
