01.02.2011 21:00
Akraborg EA 50
Hér birtist skip það sem bar skipaskrárnúmerið 3, Akraborg EA 50. En hversvegna bar hann númerið 3, jú við höfum áður birt myndir af skipinu Akurey SF sem var nr. 2. Nr. 1 var Akurey AK 77 og nr. 4 var Akraborg (farþegaskipið). Ef við skoðum þetta nánar, sjáum við að þarna hefur átt sér stað röng upptalning samkvæmt starfrófsröð, en nr. 5 var varðskipið Albert. Ef rétt hefði verið skráð, árið 1964 í skipaskrá sem notuð var við niðursetningu númera, þ.e. að hefja leikinn á skipum yfir 100 tonn, hefði röðin átt að vera þessi: 1. Akraborg, 2. Akraborg EA 50, 3. Akurey AK 77 og nr. 4 hefði því átt að vera Akurey SF 52, síðan Albert nr. 5.
Þetta skip Akraborg EA 50 var smíðað í Svíþjóð 1943 og skráð á Akureyri á árinu 1947 og var þar þangað til það var talið ónýtt og tekið af skrá 7. nóv. 1979.
Hér birtist mynd af skipinu, sem kom frá Guðna Ölverssyni, en hann fékk myndinar hjá Hebbu vinkonu sinni á Breiðdalsvík.

3. Akraborg EA 50, á Akureyri © mynd í eigu Guðna Ölverssonar, en kom frá Hebbu á Breiðdalsvík
Þetta skip Akraborg EA 50 var smíðað í Svíþjóð 1943 og skráð á Akureyri á árinu 1947 og var þar þangað til það var talið ónýtt og tekið af skrá 7. nóv. 1979.
Hér birtist mynd af skipinu, sem kom frá Guðna Ölverssyni, en hann fékk myndinar hjá Hebbu vinkonu sinni á Breiðdalsvík.

3. Akraborg EA 50, á Akureyri © mynd í eigu Guðna Ölverssonar, en kom frá Hebbu á Breiðdalsvík
Skrifað af Emil Páli
