01.02.2011 19:03
Á strandstað við Skotland
Minn gamli samstarfsmaður til margra ára, hér á árum áður, Hilmar Bragi Bárðarson, núverandi fréttarstjóri Víkurfrétta sendi mér eftirfarandi myndir og frásögn:
Franskur togari strandar við Skotland
Fjórtán manna áhöfn á franska togaranum Jack Abry II var bjargað um borð í þyrlu eftir að togarinn strandaði við Rum á vesturströnd Skotlands í gær.
Mennirnir voru hífðir upp í björgunarþyrlu frá strandgæslunni í Stornoway í allhvössum vindi.
Skipstjóri Jack Abry II sendi út neyðarkall merki rétt fyrir miðnætti í gær eftir að hafa strandað skipinu í stórgrýttri fjöru undir háum hömrum.
Björgunaraðgerðin tók um 55 mínútur en reyna átti nú síðdegis að draga skipið á flot.
Myndirnar eru frá strandgæslunni og birtust á vef BBC.
- Sendi ég Hilmari Braga Bárðarsyni, kærar þakkir fyrir þetta -




Franski togarinn Jack Abry II á strandstað við Rum á vesturströnd Skotlands í gær © mynd frá strandgæslunni er birtist á vef BBC
Franskur togari strandar við Skotland
Fjórtán manna áhöfn á franska togaranum Jack Abry II var bjargað um borð í þyrlu eftir að togarinn strandaði við Rum á vesturströnd Skotlands í gær.
Mennirnir voru hífðir upp í björgunarþyrlu frá strandgæslunni í Stornoway í allhvössum vindi.
Skipstjóri Jack Abry II sendi út neyðarkall merki rétt fyrir miðnætti í gær eftir að hafa strandað skipinu í stórgrýttri fjöru undir háum hömrum.
Björgunaraðgerðin tók um 55 mínútur en reyna átti nú síðdegis að draga skipið á flot.
Myndirnar eru frá strandgæslunni og birtust á vef BBC.
- Sendi ég Hilmari Braga Bárðarsyni, kærar þakkir fyrir þetta -




Franski togarinn Jack Abry II á strandstað við Rum á vesturströnd Skotlands í gær © mynd frá strandgæslunni er birtist á vef BBC
Skrifað af Emil Páli
