01.02.2011 16:47

Skandia lagt af stað áleiðis til Eyja

eyjafrettir.is:

Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 14.34

- ekki gott siglingaveður og búist við að siglingin taki lengri tíma

Skandia lagt af stað áleiðis til Eyja 
Dæluskipið Skandia við bryggju í Hornafirði
 árið 2005. Mynd: www.rikivatnajokuls.is

Dæluskipið Skandia er lagt af stað áleiðis til Vestmannaeyja frá Danmörku.  Skipið fór í skoðun í gær en ekki er gott siglingaveður framundan og því viðbúið að skipið verði lengur á leiðinni en áætlað var.  Í góðu veðri er þetta um fjögurra sólahringa sigling.  Hins vegar er áætlað að það taki aðeins tvo daga að dýpka og opna Landeyjahöfn fyrir Herjólf.

Unnið er að bráðabirgða flóðvarnargarði í ósum Markarfljóts og er vonast til að hann verði tilbúinn í mánuðinum.