30.01.2011 00:00

Úr fyrstu veiðiferðinni á Þerney RE 101, 2011

Samkvæmt samkomulagi milli mín og skipverja á Þerney RE 101, frá því í haust birti ég af og til myndir úr veiðiferðum þeirra og oftast er myndatökumaðurinn Hjalti Gunnarsson. Fyrir jól birti ég tvær syrpur og nú kemur sú þriðja en hún er úr yfirstandandi veiðiferð sem jafnframt er sú fyrsta á árinu 2011. Myndirnar eru birtar án myndatexta og ekki alltaf í réttri röð, en textann undir myndirnar má finna í myndaalbúmi skipsins á Facebook. Eins og glöggir menn sjá þá eru sumar myndirnar teknar eftir að trollið slitnaði aftan úr togaranum og sýna menn þungt hugsi af því, eins má sjá hinn dæmigerða íslenska sjómannajaxl vinna við stundum andsi erfiðar aðstæður.


































             Úr 1. veiðiferð 2203. Þerneyjar RE 101, árið 2011 © myndir Hjalti Gunnarsson