28.01.2011 17:00
Nótin af Hákoni EA tekin í land
Núna þegar frystingu síldarinnar um borð í Hákoni EA lýkur, er þessu kafla síldveiðanna lokið, hvað sem síðar verður. Notuðu þeir því það tækifæri í gærkvöldi að setja síldarnótina á land í Helguvík og í morgun var hún sett á flutningatæki frá Jóni og Margeiri sem flutti nótina til Grindavíkur þar sem hún verður yfirfarin og síðan geymd fram að næsta síldarúthaldi.
Þessa myndasyrpu tók ég í morgun á tíunda tímanum úti í Helguvík, er verið var að taka nótina af bryggjunni og setja hana á flutningavagnana







Nótin af 2407. Hákoni EA 148, sett á flutningavagn frá Jóni & Margeiri í Helguvík í morgun. Þaðan var nótin flutt til Grindavíkur © myndir Emil Páll, 28. jan. 2011
Þessa myndasyrpu tók ég í morgun á tíunda tímanum úti í Helguvík, er verið var að taka nótina af bryggjunni og setja hana á flutningavagnana







Nótin af 2407. Hákoni EA 148, sett á flutningavagn frá Jóni & Margeiri í Helguvík í morgun. Þaðan var nótin flutt til Grindavíkur © myndir Emil Páll, 28. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
