28.01.2011 00:00

Stormur ÍS 800 / Björg TN 1273 / Gísli BA 245

Bátur sá sem nú er til umræðu var framleiddur af Trefjum í Hafnarfirði, sem Cleopatra 28 og síðan lengdur í Færeyjum og varð eftir það Cleopatra 34. Lauk framleiðslu á honum í maí 2000 og varð hann þá Stormur ÍS 800, síðan varð hann Sirrý ÍS 94, Sirrý SH 11 og Björgin SU 23. Árið 2007 var hann seldur til Færeyja þar sem hann hlaut nafnið Björg TN 1273, en ekki er klárt hvort það sé eina nafnið í Færeyjum. Í haust var hann keyptur aftur hingað til lands og þá fyrst til Hafnarfjarðar en fljótlega seldur til Patreksfjarðar þar sem hann hefur nú fengið nafnið Gísli BA 245.

Hér koma nokkrar myndir af honum bæði undir fyrsta nafninu hérlendis, því færeyska og loks því sem nú er komið á hann.


         2389. Stomur ÍS 800 © mynd Jón Páll, í ágúst 2001






                    Björg TN 1273, á hafnargarðinum í Sandgerði 25. nóv. 2010


           Björg TN 1273, kominn í hús hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði þar sem smávægilegar breytingar og endurbætur fóru fram




                      2389. Gísli BA 245, 27. jan. 2011 © myndir Emil Páll