26.01.2011 00:00

Ný aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski við Fræðasetrið í Sandgerði

Lífið í Sandgerði - 245.is:

25.1.2011 16:04:23

Myndir og vídeó


Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðis og  Sigurður Ingvarsson prófessor og forstöðumaður á Keldum
undirrita samning í dag

Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun í Fræðasetrinu í Sandgerði kl. 14°° í dag. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Tilraunastöð HÍ í meinafræðum að Keldum og Sandgerðisbær. Undirbúningur og framkvæmdir hafa staðið yfir í um það bil eitt ár.

Sjúkdómar eru mikið vandamál í fiskeldi á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Árið 2009 tók Landsamband fiskeldistöðva saman ítarlega skýrslu um stöðu fiskeldis á Íslandi.  Þar var ályktað að rannsóknir á sjúkdómum og vörunum gegn þeim væri eitt allra brýnasta verkefnið í framtíðaruppbyggingu fiskelsis á Íslendis. Það er því mikið gleðiefni að loks sé komin góð aðstaða til smittilrauna með fisk.


Klippt á borðann

Skortur á henni hefur komið í veg fyrir að hægt væri að sinna brýnum verkefnum á þessu sviði.  Í hinu nýja rannsóknarrými er unnt að vinna að tveimur óháðum rannsóknum í senn. Í rýminu eru 23 ker 170 til 1000 lítra.  Hægt er að stilla bæði hita (0 - 20°C) og seltu (0-34%) eldisvatnsins. Tvö rannsóknaverkefni, undir stjórn vísindamanna á Keldum, verða sett af stað næstu daga.


T.v.: Helgi S. Helgason framkvæmdastjóri að Keldum, Árni Kristmundsson líffræðingur, Sigríður Guðmundsdóttir líffræðingur, Sigurður Ingvarsson prófessor og forstöðumaður á Keldum, Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðis og Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Örveru- og ónæmisfræðingur

Innlendum og erlendum vísindamönnum gefst nú kostur á að stunda rannsóknir í hinni nýju aðstöðu,  og nýta hina fjölbreittu aðstöðu sem er í húsnæðinu en þar eru fyrir Botndýraransóknastöðin . Náttúrustofa Reykjanes. Háskólasetur Suðurnesja fjöldi doktors og masters ritgerða hafa verið skrifaðar eftir rannsóknavinnu hjá þeim stofnunum sem eru í húsinu.

Fjölmargir aðilar hafa komið að fjármögnun verksins, Menntamálaráðuneytið, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landssamband fiskeldisstöðva, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Fræðasetrið í Sandgerði og Sandgerðisbær. Auk þessa lagði Íslandsbleikja á Stað í Grindavík til fóðrara.


Reynir Sveinsson "vélstjóri" við vélina sem sér rannsóknarrýminu fyrir saltvatni og stýrir hita og seltu eldisvatnsins


Ólafur Þór virðir fyrir sér fiskana í kerunum


Meðfylgjandi myndir og vídeó er frá opnuninni í dag.

Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is