25.01.2011 21:00

Láru Magg breytt í ferðaþjónustubát

Samkvæmt heimildum síðueiganda mun Lára Magg ÍS 86 sem nýlega var keypt af eigendum Núma HF 62, verða tekin fljótlega upp í slipp, trúlega í Njarðvík, þar sem fyrsti hluti breytinga yfir í ferðamannaskip mun fara fram. Í þessum áfanga verður sett ný ljósavél í bátinn, ný tæki, bóman fjarlægð. hvalbakur fjarlægur og allt fiskitengt svo dæmi sé tekið, en báturinn á að verða tilbúinn fyrir ferðamannavertíðina í vor, hvað þessa hluti varðar. Síðar verður svo haldið áfram við að breyta bátnum.


             619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 25. jan. 2011