24.01.2011 23:00

Tveir Þorlákshafnarbátar í Njarðvik í kvöld

Tveir Þorlákshafnarbátar, Friðrik Sigurðsson ÁR 17 og Sæfari ÁR 170, komu til Njarðvíkur í kvöld og liggja báðir við sömu bryggjuna. Var Friðrik Sigurðsson að koma til að landa, en hvort hinn var að koma til að fara í slipp eða eitthvað annað veit ég ekki.


                      1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, í Njarðvík um kl. 22 í kvöld

      1964. Sæfari ÁR 170, í Njarðvík um kl. 22 í kvöld © myndir Emil Páll, 24. jan. 2011