24.01.2011 22:00

María til Grindavíkur, Kópur til Njarðvíkur og Sörli í endurbætur

Stakkavík ehf. og Sigurður Guðfinnsson í Grindavík hafa keypt 2065. Maríu ÁR 61, sem er þar með komin til Suðurnesja á ný, því bátur þessi hét fyrst Keila III GK 265 úr Vogum, þá Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 í Þorlákshöfn og síðar María ÁR 61.
Þá hefur Sigurður selt bát sinn 6689. Kóp GK 175 til Antons Hjaltasonar í Njarðvík, sem stefnir á grásleppuveiðar.
Þessu til viðbótar er 6811. Sörli ÍS 801 sem er sameign þeirra Sigurðar og Hermanns Ólafssonar í Grindavík kominn upp til Bláfells á Ásbrú, þar sem  framkvæmd verður andlitslyfting, vélaskipti o.fl., en nánar um það næst þegar ég heimsæki Bláfell.


                2065. María ÁR 61, þ.e. þessi uppi á bryggju © mynd Ragnar Emils, 2008


                              6689. Kópur GK 175 © mynd Emil Páll, 4. júní 2010


             6811. Sörli ÍS 801, þessi með gula litnum © mynd Emil Páll,  5. okt. 2010