24.01.2011 19:00
Búnir að fylla og eru að frysta
Hákon EA, hefur í allan dag legið á Stakksfirði og eru eins og var í síðustu viku í vinnslu á síld (en hafa þó farið í land í millitíðinni og landa). Það er raunar staðfest á áhafnarsíðu skipsins á Facebook. En þar stendur frá því í dag: ,,Liggjum inn á Faxaflóa saddir og sáttir með alla kælitanka fulla og stefnum á að vera búnir að frysta allan afla fyrir sunnudaginn". Í gær bókuðu þeir að þeir væru ,,komnir með gott kast á síðuna af vænni síld og fylgdust háhyrningarnir spenntir með dælingunni".
Sökum fjarlægðar og lélegs skyggnis hef ég ekki náð myndir af þeim á Stakksfirði í dag, en birti þess í stað mynd sem ég tók af skipinu í Helguvík 15. nóv. sl.

2407. Hákon EA 148, í Helguvík © mynd Emil Páll, 15. nóv. 2010
Sökum fjarlægðar og lélegs skyggnis hef ég ekki náð myndir af þeim á Stakksfirði í dag, en birti þess í stað mynd sem ég tók af skipinu í Helguvík 15. nóv. sl.

2407. Hákon EA 148, í Helguvík © mynd Emil Páll, 15. nóv. 2010
Skrifað af Emil Páli
